Reykvísk ungmenni keppa í Finnlandi

Keppendur í úrvalsliði Reykjavíkur.

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda fer fram í Helsinki dagana 23.-27.maí. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár. Frá upphafi hafa höfuðborgirnar Kaupmannahöfn, Osló, Helsinki og Stokkhólmi tekið árlega þátt í mótinu en Reykjavík tók fyrst þátt í mótinu árið 2006. Reykjavík hefur tvisvar sinnum haldið mótið, árið 2011 og árið 2014.

Í úrvalsliði Reykjavíkur sem tekur þátt í mótinu er 41 keppandi, fjórir þjálfarar og tveir fararstjórar. Keppendur í úrvalsliði Reykjavíkur eru 15 leikmenn í knattspyrnu drengja , 10 leikmenn í handknattleik stúlkna, 8 drengir og 8 stúlkur í frjálsum íþróttum. Smelltu hér til að skoða lista yfir úrvalslið Reykjavíkur 2016.

Hópurinn fór til Finnlands í gær sunnudaginn 22.maí en keppni hefst í dag mánudaginn 23.maí. Keppni mun standa yfir í fjóra daga og svo verður flogið heim föstudaginn 27.maí. Smelltu hér má finna dagskrá.

Hópurinn gistir og keppir á stað sem heitir Kisakallio og er í nágrenni Helsinki. Þar er eitt helsta aðsetur Finna fyrir fjölbreytta keppni og alþjóðleg mót. Þar fer einnig fram öflug íþróttamenntun, íþróttaráðstefnur, landsliðsæfingar fleiri íþróttagreina o.fl. Hægt er að kynna sér glæsilega aðstöðu í Kisakallio á heimasíðunni: http://www.kisakallio.fi/

Fregnir af gengi reykvíska hópsins verða settar reglulega á Facebook síðu ÍBR og samantekt í mótslok hér á ibr.is.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) eru heildarsamtök íþróttafélaganna í Reykjavík og voru stofnuð 31. ágúst 1944. ÍBR gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík gagnvart opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum