Stefnumótun

Stefna í íþróttamálum í Reykjavík 2012-2020

Unnin hefur verið skýrsla þar sem stefna Reykjavíkur í íþróttamálum árin 2012 til 2020 hefur verið mörkuð. Sævar Kristinsson og Eiríkur Ingólfsson stýrðu vinnunni en auk þeirra sátu 56 einstaklingar með reynslu af íþróttastarfi vinnufundi þar sem stefnumótunarvinnan fór fram. Í tengslum við stefnumótunarvinnuna var einnig sendur út rafrænn spurningalisti til 220 aðila.

Framtíð knatthúsa

ÍBR fundaði með með knattspyrnufélögunum í borginni í nóvember 2017 um framtíð knatthúsa í Reykjavík og var í framhaldinu tekin saman skýrsla um niðurstöðu fundarins. Í skýrslunni kemur fram að óskir félaganna eru þær helstar að byggð verði knatthús með a.m.k. hálfum knattspyrnuvelli á félagssvæðum þeirra allra til framtíðar. Fyrir í borginni er eitt stórt knatthús en það var niðurstaða fundarins að þörf væri á einu til tveimur í viðbót.

Rekstrarúttekt á íþróttafélögum í Reykjavík

Í samningi Reykjavíkurborgar og Íþróttabandalags Reykjavíkur frá 28. mars 2012 varðandi fjárhagsstyrki til íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík fyrir árið 2012, var kveðið á um að gerð verði rekstrarúttekt á íþróttafélögunum. Gerður yrði samanburður á stöðu varðandi rekstur á árunum fyrir 2009 til 2011. Skoðaður skyldi rekstur mannvirkja, þjónusta, launakostnaður og fleira. Markmið þessarar vinnu er að finna raunverulegan kostnað félaganna við rekstur þeirra og leggja mat á styrkveitingar borgarinnar til þeirra til framtíðar.

Rekstrarúttektin leiðir í ljós að styrkir Reykjavíkurborgar til félaganna hafa lækkað nokkuð, orkuverð hækkað auk þess sem félögin hafa misst stóra styrktaraðila. Þetta hefur leitt til þess að rekstrarniðurstaða hefur versnað eftir 2008. Til að bregðast við minna fjármagni til reksturs hefur verið dregið úr viðhaldi og kaupum á búnaði og þjónustustig minnkað.

Smellið hér til að skoða rekstrarúttektina.

Samstarfsaðilar
  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) eru heildarsamtök íþróttafélaganna í Reykjavík og voru stofnuð 31. ágúst 1944. ÍBR gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík gagnvart opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum