Stefnumótun

Loftmynd af íþróttasvæði Laugardals.

Stefna í íþróttamálum Reykjavíkur til 2030

Á fundi borgarstjórnar 15. janúar 2019 var samþykkt að setja af stað vinnu í samvinnu ÍTR og ÍBR varðandi framtíðarstefnumótun í íþróttamálum í Reykjavík til árins 2030. Í erindisbréfi vegna vinnunnar voru tilgreind lykilmarkmið stefnumótunarinnar: 

Jafna aðstöðu til þátttöku, með áherslu á  að jafna aðstöðumun, m.a. með tilliti til kyns og efnahagslegrar stöðu barna og unglinga og eldri borgara, mikilvægi hreyfingar fyrir alla aldurshópa og um öflugt íþróttastarf um alla borg.

Í stefnumótunarvinnunni var haft samráð við fjölda hagsmunaaðila, bæði með þátttöku í vinnufundum og með netkönnun. Í því samráði kom fram fjöldi góðra hugmynda og tillagna.

Í þessari skýrslu eru niðurstöður úr stefnumótunarvinnunni settar fram, ásamt aðgerðaáætlun. Gert er ráð fyrir að aðgerðaáætlunin sé endurskoðuð reglulega á tímabili stefnunnar.

Í stýrihópi verkefnisins voru: Pawel Bartoszek MÍT, formaður, Katrín Atladóttir MÍT, Hjálmar Sveinsson MÍT, Ingvar Sverrisson ÍBR, Guðrún Ósk Jakobsdóttir ÍBR. Með hópnum störfuðu: Ómar Einarsson ÍTR, Steinþór Einarsson ÍTR, Helga Björnsdóttir ÍTR, Frímann Ari Ferdinandsson ÍBR. Ráðgjafar í vinnunni voru Kristján Einarsson og Einar Þór Bjarnason frá Intellecta ehf.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna