Jafnréttismál

Jafnræðisreglan eða bann við mismunun er ein grunnhugmynd mannréttinda. Hana er að finna í helstu mannréttindasamningum og í 65. grein stjórnarskrárinnar. Reglan kveður á um að allar manneskjur skuli njóta mannréttinda, séu jafnar fyrir lögum og ekki skuli mismuna þeim á grundvelli tiltekinna eiginleika eða af öðrum ómálefnalegum ástæðum.

Samkvæmt þjónustusamningi íþróttafélaganna við Reykjavíkurborg ber þeim að hafa jafnréttisstefnu og fylgja henni eftir með aðgerðaráætlun. ÍBR kallar eftir jafnréttisstefnu og framkvæmd hennar frá íþróttafélaginu jafnhliða skilum ársreikninga.

Innleiðing jafnréttisstefnu er mikilvægt skref í átt að því að ná raunverulegu jafnrétti innan bandalagsins til lengri tíma. Jafnréttisstefnan nær meðal annars til iðkenda, þjálfara, stjórna, starfsfólks og sjálfboðaliða og gildir í allri starfsemi bandalagsins.

Jafnréttisstefna ÍBR

 • Allir eiga að njóta mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðanna, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdarfars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu.
 • Að jafnréttissjónarmiða sé gætt í hvívetna í öllu starfi bandalagsins og að hvers kyns kynja- eða kynþáttamismunum verði ekki liðin.
 • Að veita báðum kynjum tækifæri á að æfa jafn mikið og jafn oft og gera engan greinarmun á drengja- og stúlknaflokkum við útdeilingu æfingatíma.
 • Að hafa vel menntaða og hæfa þjálfara í öllum flokkum. Gerðar eru sömu ráðningarkröfur til þjálfara drengja- og stúlknaflokka og að sömu laun eru greidd fyrir vinnu þjálfara í karla- og kvennaflokkum.
 • Allir eiga að hafa jafnan aðgang að íþróttamannvirkjum í Reykjavík.
 • ÍBR leggur áherslu á að bæta móttöku iðkenda af erlendum uppruna og stuðla að menningarnæmni (e. intercultural competence) þjálfara, sjálfboðaliða, starfsmanna, iðkenda og forráðamanna þeirra í íþróttastarfi í Reykjavík.

Samþykkt af stjórn íBR 4. desember 2019.

Til að auðvelda félögum að uppfylla skilyrði um jafnréttisstefnu hefur ÍBR útbúið form af jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun sem aðildarfélögin geta aðlagað að sinni starfssemi.

Samstarfsaðilar
 • Merki ÍSÍ
 • Merki UMFÍ
 • Merki Reykjavíkurborgar
 • Merki ÍTR
 • Merki Íslenskrar Getspár
 • Merki Getrauna

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) eru heildarsamtök íþróttafélaganna í Reykjavík og voru stofnuð 31. ágúst 1944. ÍBR gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík gagnvart opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum