Stefnur ÍBR

Skýrar stefnur tryggja að þeir sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík stefni í sömu átt. Stefnur ÍBR endurspegla hugmyndafræði, framtíðarsýn, gildi og markmið bandalagsins. ÍBR vinnur náið með Reykjavíkurborg í fræðslu og forvarnarmálum til að byggja upp blómlegt og mikilvægt íþróttastarf fyrir borgarbúa.

Hér fyrir neðan er að finna stefnur ÍBR í hinum ýmsu málaflokkum.

Fræðslustefna ÍBR

Íþróttabandalag Reykjavíkur leggur áherslu á öfluga upplýsingagjöf og fræðslu í öllu sínu starfi. ÍBR hvetur aðildarfélög til að vera með fræðslu til starfsmanna, iðkenda og sjálfboðaliða með fagmennsku að leiðarljósi.

  • ÍBR hvetur aðildarfélög í að kynna starfsemi sína og þær íþróttagreinar sem eru í boði, bæði hóp og einstaklingsgreinar og skapi tækifæri og svigrúm til þessa að börn og unglingar finni íþrótt við þeirra hæfi og áhuga.
  • ÍBR hvetur aðildarfélög sín í að fræða iðkendur, þjálfara og foreldra um holla lífshætti og samspil þjálfunar og hvíldar.
  • ÍBR vill auka fræðslu um fordóma og siðamál hjá öllum sem koma að íþróttastarfi í Reykjavík.
  • ÍBR heldur reglulega ráðstefnur og málþing um málefni sem eru efst á baugi í íþróttahreyfingunni hverju sinni.
  • ÍBR sér um skyndihjálparnámskeið sem þjálfara íþróttafélaga geta sótt.
  • ÍBR hvetur aðildarfélög sín til að sækja sér endurmenntun, til dæmis þjálfaramenntun ÍSÍ og sérsambanda.
  • ÍBR hvetur aðildarfélög til þess að uppfæra íþróttanámskrár sem tryggi markvissa íþróttaþjálfun ásamt því að gera kröfur um fagleg vinnubrögð og menntun þeirra sem koma að starfinu.
  • ÍBR hvetur öll aðildarfélög sín til að verða Fyrirmyndarfélög ÍSÍ.
  • ÍBR hvetur aðilarfélög til samstarfs við skóla og frístundamiðstöðvar til að gefa börnum fjölbreytileika í frístunda- og íþróttastarfi.
  • ÍBR leggur áherslu á að opna hug og fræða alla sem að íþróttastarfi koma í Reykjavík um margbreytileika samfélagsins og menningarnæmni (e. intercultural competence).
  • Verkefnasjóður ÍBR er sjóður til styrktar úbreiðslu og átaksverkefnum í íþróttastarfi í Reykjavík.

Samþykkt af stjórn ÍBR 4. desember 2019.

Forvarnarstefna

Forvarnargildi íþrótta er mikið og leggur ÍBR áherslu á að efla allt íþróttastarf í Reykjavík fyrir alla aldurshópa. Fjölmargar íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þátttaka barna- og unglinga í skipulögðu  íþróttastarfi dregur úr líkum á að unglingar leiðist út í frávikshegðun. Þeir unglingar sem leggja reglulega stund á íþróttir eða aðra hreyfingu eru síður líklegir til að sýna neikvætt atferli en aðrir jafnaldrar þeirra. Íþróttaiðkun almennings er einn af lykilþáttum sem geta haft áhrif á lífsstíl fólks í átt að heilbrigðara lífernis.

  • ÍBR vinnur markvisst að því að fjölga iðkendum í íþróttum meðal barna og unglinga og tryggja að börn og unglingar fái tækifæri til að stunda íþróttir í samræmi við eigin þarfir, getu og áhuga, hvort heldur er til ánægju, heilsubótar eða með afreksárangur í huga.
  • ÍBR hvetur aðildarfélög til að kynna vel frístundakortið fyrir foreldrum/ábyrgðaraðilum.
  • ÍBR vill bæta umgjörð og stuðning við afreksíþróttafólk í Reykjavík þar sem afreksíþróttafólk eru fyrirmyndir barna og unglinga og hvetja til þátttöku í íþróttum.
  • ÍBR vinnur markvisst að því með aðildarfélögum að seinka og minnka brottfall úr íþróttum.
  • ÍBR vinnur markvisst að því að auka þátttöku úr hópum fólks af erlendum uppruna þar sem íþróttir eru árangursríkt verkfæri til að aðlaga íbúa að samfélaginu.
  • ÍBR leggur áherslu á að auka þátttöku almennings í almenningsíþróttum og hvetur aðildarfélög til að tryggja gott framboð af fjölbreyttri hreyfingu fyrir fullorðna og aldraða.
  • ÍBR leggur áherslu á að heilbrigður lífstíll og reglubundin hreyfing einkenni líf borgarbúa á öllum æviskeiðum.
  • ÍBR hvetur aðilarfélög sín til að banna neyslu á tóbaki og rafrettum í íþróttamannvirkjum.
  • ÍBR hvetur aðildarfélög sín til að taka afstöðu gegn neyslu á áfengi, tóbaki, rafretta og fíkniefnum í tengslum við æfingar, mót og keppnir.
  • ÍBR vinnur gegn lyfjamisnotkun. 

Samþykkt af stjórn ÍBR 4. desember 2019.

Forvarnarstefna ÍBR í ofbeldis- og eineltismálum

Íþróttabandalag Reykjavíkur tekur skýra afstöðu gegn ofbeldi, mismunun og áreitni af öllu tagi svo sem einelti, kynferðislegri áreitni, kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni áreitni. Öll slík framkoma gengur gegn grunngildum íþróttahreyfingarinnar. Mikilvægt er að öllum líði vel í leik og starfi og að sá grundvallarréttur að fá að vera óáreittur, sé virtur.

Aðildarfélög ÍBR eiga að koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni, ofbeldi eða aðra ótilhýðlega hegðun með forvörnum.

ÍBR líður ekki kynþáttamisrétti eða fordóma af hvaða tagi sem er og hvetur alla sem koma að íþróttastarfi í Reykjavík til að taka ekki undir með þeim sem láta í ljós fordóma og koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur.

Samþykkt af stjórn ÍBR 4. desember 2019.

Félagsmálastefna ÍBR

ÍBR er umhugað að efla og styrkja samfélagið sem það starfar í. Íþróttafélögin í Reykjavík reka blómlegt og mikilvægt íþróttastarf í Reykjavíkurborg. Íþróttafélögin í Reykjavík eru vettvangur fyrir einstaklinga til þess að vera virkir í samfélaginu, þroskast, gefa krafta sína og láta hæfileika sína blómstra hvort sem markmiðið er almenn hreyfing, afþreying, skemmtun, keppni eða afrek.

  • ÍBR vinnur að því að koma af stað ungmennaráði innan bandalagsins.
  • ÍBR vinnur að því að efla ungmennaráð íþróttafélaga í Reykjavík.
  • ÍBR og Reykjavíkurborg stefna að því að fjölga iðkendum og jafna aðstöðu borgarbúa til að stunda íþróttir og hvers kyns hreyfingu.

Samþykkt af stjórn ÍBR 4. desember 2019.

Jafnréttisstefna ÍBR

  • Allir eiga að njóta mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðanna, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdarfars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu.
  • Að jafnréttissjónarmiða sé gætt í hvívetna í öllu starfi bandalagsins og að hvers kyns kynja- eða kynþáttamismunum verði ekki liðin.
  • Að veita báðum kynjum tækifæri á að æfa jafn mikið og jafn oft og gera engan greinarmun á drengja- og stúlknaflokkum við útdeilingu æfingatíma.
  • Að hafa vel menntaða og hæfa þjálfara í öllum flokkum. Gerðar eru sömu ráðningarkröfur til þjálfara drengja- og stúlknaflokka og að sömu laun eru greidd fyrir vinnu þjálfara í karla- og kvennaflokkum.
  • Allir eiga að hafa jafnan aðgang að íþróttamannvirkjum í Reykjavík.
  • ÍBR leggur áherslu á að bæta móttöku iðkenda af erlendum uppruna og stuðla að menningarnæmni (e. intercultural competence) þjálfara, sjálfboðaliða, starfsmanna, iðkenda og forráðamanna þeirra í íþróttastarfi í Reykjavík.

Samþykkt af stjórn íBR 4. desember 2019.

Umhverfisstefna ÍBR

Íþróttabandalag Reykjavíkur tekur tillit til umhverfismála í allri starfsemi sinni. ÍBR styður hvers kyns viðleitni til að draga úr áhrifum gróðurhúsalofttegunda og leggur sitt af mörkum til að nýta orku og náttúruauðlindir á eins sjálfbæran hátt og kostur er.

ÍBR er meðvitað um áhrif mannlífs á auðlindir og umhverfi og leitast við að hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi í allri sinni starfssemi. ÍBR hvetur einnig aðildarfélög sín til að taka mið af umhverfissjónarmiðum í sínu íþróttastarfi og samþætta umhverfishugsun inn í dagleg störf.

ÍBR hefur hafið vinnu í að uppfylla Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar. Verkefnið snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi bandalagsins og minnka umhverfisáhrif í fjórum skrefum, sjá nánar upplýsingar á vefsíðunni graenskref.reykjavik.is.

Skrifstofa ÍBR

Helstu umhverfismarkmið skrifstofu ÍBR eru að:

  • Auka fræðslu og umræðu um umhverfismál innan vinnustaðarins.
  • Flokka allt rusl og vekja athygli á mikilvægi þess.
  • Minnka pappírs- og plastnotkun.
  • Nýta rafrænar lausnir til að minnka notkun á pappír.
  • Hvetja starfsfólk til þess að nota umhverfisvænar samgöngur.
  • Hvetja starfsfólk til að taka raftæki úr sambandi áður en það fer heim.
  • Vinna í Grænu skrefunum í starfsemi Reykjavíkurborgar.
  • Beina athygli að félögum sem eru til fyrirmyndar í umhverfismálum.
  • Meta árangur í umhverfismálum innan ÍBR, kynna það sem er vel gert og lagfæra það sem má betur fara.

Viðburðir ÍBR

Umhverfismarkmið viðburða á vegum ÍBR:

  • Minnka prentun og leggja áherslu á rafræna upplýsingagjöf í aðdraganda viðburða.
  • Minnka plastumbúðir á gögnum sem við afhendum.
  • Gefa þátttakendum val um hvort þau vilji kaupa medalíur, boli, o.þ.h.
  • Flokka pappa í viðburðum á vegum ÍBR.
  • Hætta með einnota glös í þeim viðburðum þar sem það er hægt.
  • Skoða þann möguleika að bjóða þátttakendum í viðburðum ÍBR að kolefnisjafna ferðalag sitt.
  • Meta árangur í umhverfismálum á viðburðum ÍBR, skoða það sem vel er gert og lagfæra það sem má betur fara.

Aðildarfélög ÍBR

Íþróttabandalag Reykjavíkur hvetur aðildarfélög sín til að:

  • Flokka allt rusl og endurvinna.
  • Nota fjölnota áhöld eins og hægt er.
  • Minnka plast og pappírsnotkun.
  • Skipuleggja daga þar sem félagsmenn fara saman út og plokka rusl í kringum íþróttahús og nágrenni.
  • Hvetja iðkendur og starfsfólk til að nota umhverfisvænar samgöngur.
  • Að vekja athygli á mikilvægi þess að allir leggi sitt af mörkum til umhverfismála.

Samþykkt af stjórn ÍBR 4. desember 2019.

Persónuverndarstefna ÍBR

Íþróttabandalag Reykjavíkur leggur ríka áherslu á að vernda persónuupplýsingar sem unnið er með í starfseminni. Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að skýra hvernig við öflum og notum persónuupplýsingar og hvaða réttindi einstaklingar eiga sem skráðir eru hjá ÍBR.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna