Æfinga- og keppnisstyrkir

Aðalmarkmiðið með æfinga- og keppnisstyrkjum ÍBR og ÍTR er að kostnaður vegna aðstöðu til íþróttaiðkunar barna og unglinga verði ekki borinn af þeim eða fjölskyldum þeirra. Jafnframt er það markmið með styrkjunum að styðja við afreksíþróttir hjá reykvískum íþróttafélögum. Styrkveiting nær til félags, sem er fullgildur aðili að ÍBR og hefur farið að lögum bandalagsins.  Styrkhæf er leiga í íþróttamannvirkjum á vegum Reykjavíkurborgar (þ.m.t. íþróttasölum skóla), íþróttamannvirkjum íþróttafélaga og í öðrum mannvirkjum á vegum íþróttafélaga. Umsóknir íþróttafélaga vegna styrks til æfinga skulu berast ÍBR fyrir 1. maí vegna vetrarannar og 1. febrúar vegna sumarannar.

Samstarfsaðilar
  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) eru heildarsamtök íþróttafélaganna í Reykjavík og voru stofnuð 31. ágúst 1944. ÍBR gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík gagnvart opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum