Sakavottorð

Samkvæmt íþróttalögum er óheimilt að ráða til starfa hjá íþróttahreyfingunni einstaklinga sem hafa hlotið refsidóm vegna ofbeldisbrota, ávana- og fíkniefna eða kynferðisbrota. Þetta gildir bæði um þá einstaklinga sem starfa sem launþegar og sem sjálfboðaliðar. 

Hér fyrir neðan er eyðublað sem veitir heimild til að sækja upplýsingar úr sakaskrá. Íþróttafélög geta ýmist fengið starfsmenn sína, þjálfara eða sjálfboðaliða til að skila inn sakavottorði eða fengið skriflegt leyfi þeirra til að leita eftir upplýsingum úr sakaskrá. Heimildin veitir félögum rétt til að sækja gögn vegna ofbeldisbrota og vegna ávana- og fíkniefnabrota, 3-5 ár aftur í tímann, og einnig vegna kynferðisbrota, en þar gilda engin tímamörk. 

Sambandsaðilum UMFÍ býðst að senda eyðublöð til framkvæmdastjóra UMFÍ, á netfangið audur@umfi.is. Hjá UMFÍ þarf ekki að greiða fyrir þessa þjónustu hjá sakaskrá sem annars kostar 2.500 kr. á hvert eyðublað.

Nánari upplýsingar er að finna hjá ÍBR í síma 535 3700 eða hjá UMFÍ í síma 568 2929. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið sidamal@ibr.is

Samstarfsaðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna