Ný félög

Öll félög í Reykjavík, sem hafa íþróttir og æskulýðsstarf á stefnuskrá sinni, eiga rétt á að gerast aðilar að ÍBR, enda fullnægi þau þeim skilyrðum, sem á hverjum tíma gilda um frjálsa íþróttastarfsemi.

Óski félag að gerast aðili að ÍBR, skal það senda stjórn ÍBR umsókn sína ásamt lögum félagsins, skýrslu um stofndag þess og ár, stjórn þess og tölu félagsmanna. Samhliða umsókn um aðild skal greiða inntökugjald sem stjórn ÍBR ákveður hverju sinni. Uppfylli félagið inntökuskilyrði laga ÍBR, öðlast það réttindi hjá bandalaginu þegar stjórn ÍBR hefur samþykkt aðild þess. ÍBR tilkynnir ÍSÍ og viðkomandi sérsambandi um stofnun nýrra félaga og deilda.

Smellið hér til að ná í sýnishorn af félagalögum (word skjal) sem hægt er að nota sem grunn við gerð laga.

Íþróttamannvirki í Laugardal. Ljósmyndari: Jóhannes Long

Samstarfsaðilar
  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) eru heildarsamtök íþróttafélaganna í Reykjavík og voru stofnuð 31. ágúst 1944. ÍBR gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík gagnvart opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum