Mikilvægar dagsetningar

Aðildarfélög Íþróttabandalags Reykjavíkur þurfa að skila starfskýrslum til ÍSÍ og ársreikningum til ÍBR. Einnig geta þau sótt um ýmsa styrki. Hér má finna yfirlit yfir mikilvægar dagsetningar sem forsvarsmenn íþróttafélaga ættu að punkta hjá sér.

Mikilvægar dagsetningar

Janúar

Ferðasjóður íþróttafélaga - umsóknir berist ÍSÍ í byrjun janúar. 

Febrúar

Skilafrestur umsókna um styrki vegna æfinga á sumartíma er 1.febrúar.

Mars

Skilafrestur umsókna í Afrekssjóð og Verkefnasjóð ÍBR er 15. mars.

Apríl

Skilafrestur á starfsskýrslum ÍSÍ er 15.apríl - skýrslum skal skila í Felix, félagakerfi íþróttahreyfingarinnar.

Maí

Umsóknir um styrki til æfinga vegna komandi vetrartímabils berist til ÍBR fyrir 1.maí. Skilafrestur á umsókn um Grunnstyrk ÍBR er 31.maí.

Júní

Skilafrestur á ársskýrslum/ársreikningum félaga til ÍBR er 1. júní. Lagabreytingar ber að tilkynna ÍBR.

September

Skilafrestur umsókna í Afrekssjóð og Verkefnasjóður ÍBR er 15. september.

Október

Umsóknir í Íþróttasjóð ríkisins þurfa að berast sjóðnum fyrir 1.október.

Desember

Íþróttafólk Reykjavíkur - ábendingar berist stjórn ÍBR fyrir 1.desember.

Dagatal

Samstarfsaðilar
  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) eru heildarsamtök íþróttafélaganna í Reykjavík og voru stofnuð 31. ágúst 1944. ÍBR gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík gagnvart opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum