Almenningstímar

Íþróttabandalag Reykjavíkur leigir út tíma í skólaíþróttahúsum í Reykjavík til almennings. Upplýsingar um lausa tíma má finna hér fyrir neðan.

Sækja þarf um tíma á haustönn fyrir 3. júní 2020 og verður umsóknum svarað í byrjun ágúst. Hópar sem voru með tíma sem voru með tíma á líðandi vetri ganga fyrir en þurfa að endurnýja umsóknir sínar fyrir 3. júní. Alltaf er hægt að sækja um lausa tíma. Þessir tímar sem eru lausir eftir úthlutunina í ágúst eru hér að neðan. Hægt er að sækja um þessa tíma með því að senda tölvupóst á Stein Halldórsson í netfangið steinn@ibr.is eða í síma 535 3707

  Gjaldkeri hóps er skráður leigutaki og er hann ábyrgðarmaður hópsins gagnvart ÍBR. Hann innheimtir hjá sínu liði og sér um að greiða salarleigu samkvæmt innheimtuseðli frá ÍBR, í einu lagi. Innheimt er tvisvar sinnum á vetri. Greitt er fyrir september-desember og janúar-apríl. Innheimtuseðlar eru sendir út í gegnum banka.

  Leigutímabilið hefst mánudaginn 21. september 2020.

  Yfirlit yfir hús til leigu og lausa tíma veturinn 2020-2021

  síðast uppfært 15. september, 2020

  Stór hús 

  Verð per mínútu er 139 kr. (125 kr. eftir kl. 22)

  Álftamýrarskóli, stærð 33x18 
  Álftamýri 79, 108 Rvk.

  Ekkert laust

  Fellaskóli, stærð 33x18 
  Norðurfelli 17-19, 109 Rvk.

  Mánudaga, kl. 21-22 / Fimmtudaga, kl. 21-22

  Ingunnarskóli, stærð 33x18 
  Maríubaug 1-3, 113 Rvk.

  Ekkert laust

  Norðlingaskóli, stærð 33x18 
  v/Árvaði 3, 110 Rvk.

  Mánudaga, kl. 19-20 / Fimmtudaga, kl. 19-20

  Réttarholtsskóli, stærð 33x18 
  v/Réttarholtsveg, 108 Rvk.

  Ekkert laust

  Rimaskóli stærð 33x18
  Rósarima 11, 112 Rvk.

  Ekkert laust

  Sæmundrskóli, stærð 33x18 
  Gvendargeisla 168, 113 Rvk.

  Ekkert laust

  Meðalstór hús

  Hús af miðlungsstærð eru 27x14 metrar að flatarmáli og eru nýtt fyrir körfubolta, vana blakhópa og minni knattspyrnuhópa. Af þessari stærð eru Hlíðaskóli og Árbæjarskóli.

  Verð per mínútu er 123 kr. (110 kr. eftir kl. 22).

  Hlíðaskóli, stærð 27x14 
  Hamrahlíð 2,105 Rvk.

  Ekkert laust

  Árbæjarskóli, stærð 27x14 
  Rofabæ 34, 110 Rvk.

  Ekkert laust

   

  Lítil hús 

  Verð per mínútu er 98 kr. (84 kr. eftir kl. 22).

  Austurbæjarskóli, stærð 18x9 
  v/Vitastíg, 101 Rvk.

  Mánudaga, kl. 18-19

  Ártúnsskóli, stærð 22x13 
  v/Árkvörn 6, 110 Rvk.

  Mánudaga, kl. 21-22 / Þriðjudaga, kl. 18-19 / Miðvikudaga, kl. 19-20

  Laugarnesskóli, stærð 20x10
  Kirkjuteig 24, 105 Rvk.

  Mánudaga, kl. 21-22 / Fimmtudaga, kl. 21-22

  Selásskóli, stærð 22x13 
  v/Selásbraut, 110 Rvk.

  Ekkert laust

  Umsjón með bókun á tímum fyrir almenning sér Steinn Halldórsson (sími 535 3707, netfanginu steinn@ibr.is 
  Um bókun tíma gildir reglan fyrstir koma, fyrstir fá. 

  Félagahús

  Íþróttafélögin í Reykjavík sem reka sín eigin hús leigja mörg hver út tíma fyrir almenning. Nánari upplýsingar má finna hjá hverju félagi fyrir sig en lista yfir þau er að finna hér á síðunni.

  Samstarfsaðilar
  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna

  Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) eru heildarsamtök íþróttafélaganna í Reykjavík og voru stofnuð 31. ágúst 1944. ÍBR gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík gagnvart opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum