Fjölmenning
Loftmynd af íþróttasvæði Laugardals.

Íþróttir eru fyrir alla og eiga allir að geta tekið þátt óháð uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg og íþróttafélögin stuðli að virkri þátttöku allra barna og unglinga í íþróttastarfi, sérstaklega barna af erlendum uppruna. Þátttaka í íþróttum hefur jákvæð áhrif á vellíðan barna og unglinga og er partur af félagslegri viðurkenningu, hluti af samþættingu og gagnkvæmri aðlögun. 

Efnið sem hér er að finna eru tæki fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða íþróttafélag til að koma á móts við iðkendur af erlendum uppruna og foreldra eða forsjáraðila þeirra. Markmiðið er að styrkja starfsfólk og sjálfboðaliða hjá íþróttafélögum í þeirra hlutverki að stuðla að aukinni þátttöku barna af erlendum uppruna í íþróttastarfi, auka menningarnæmni og meðvitund um fjölbreytileika samfélagsins. 

Móttökuáætlun 

Móttökuáætlun er fyrir iðkendur af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra. Áætlunin inniheldur leiðbeiningar og gátlista fyrir starfsfólk íþróttafélaga til að nota í viðtali við iðkendur og forsjáraðila þeirra. Upplýsingar fyrir þjálfara og hugmyndir um það sem er hægt að gera á aðlögunartímabili til að upplifun barna og unglinga sé jákvæð og þannig auka líkur á áframhaldandi þátttöku í starfinu. Einnig er að finna upplýsingar um túlkaþjónustu.

Fræðsluefni 

Joanna Marcinkowska, sérfræðingur í málefnum innflytjenda hjá Reykjavíkurborg, flutti erindið „Íþróttir sem vettvangur samþættingar“ á RIG ráðstefnunni 2020 sem finna má hér að neðan.

„Vertu með“ er bæklingur um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins sem ÍSÍ og UMFÍ gáfu út á 6 tungumálum.

Samstarfsaðilar
  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) eru heildarsamtök íþróttafélaganna í Reykjavík og voru stofnuð 31. ágúst 1944. ÍBR gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík gagnvart opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum