Um ÍBR

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) eru heildarsamtök íþróttafélaganna í Reykjavík og voru stofnuð 31. ágúst 1944. ÍBR er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og Ungmennafélagi Íslands og er tengiliður íþróttafélaganna við Reykjavíkurborg. ÍBR gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík gagnvart opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík. Heildarfjöldi virkra félagsmanna í íþróttafélögum í Reykjavík rúmlega 41.000. Skráð eru 77 starfræk íþróttafélög í ÍBR en innan þeirra eru yfir 150 deildir. ÍBR nýtur styrkja frá Reykjavíkurborg. ÍBR styður starfsemi íþróttafélaganna með styrkjum frá Reykjavíkurborg m.a. fyrir aðstöðu til æfinga og keppni. Íþróttahreyfingin í Reykjavík fær einnig styrki frá ÍSÍ vegna hagnaðar af Íslenskri getspá og Íslenskum getraunum.

Íþróttabandalag Reykjavíkur er Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Viðurkenninguna fékk Íþróttabandalagið 19.desember 2019.

Á meðal verkefna ÍBR eru:

 • Úthlutun tíma til íþróttafélaga í íþróttamannvirkjum borgarinnar
 • Útleiga á lausum æfingatímum í íþróttamannvirkjum til almennings
 • Úthlutun á styrkjum til íþróttafélaganna
 • Stuðningur við afreksfólk í Reykjavík
 • Eftirfylgni með starfsemi íþróttafélaga
 • Rekstur og umsjón fimm íþróttaviðburða: Reykjavík International Games (RIG), Norðurljósahlaup Orkusölunnar, Miðnæturhlaup Suzuki, Laugavegshlaupið og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.
 • Rekstur Skautahallarinnar í Laugardal
 • Skipulagning þátttöku Reykjavíkur á Alþjóðaleikum ungmenna og Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna.

Merki ÍBR

Samstarfsaðilar
 • Merki ÍSÍ
 • Merki UMFÍ
 • Merki Reykjavíkurborgar
 • Merki ÍTR
 • Merki Íslenskrar Getspár
 • Merki Getrauna

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) eru heildarsamtök íþróttafélaganna í Reykjavík og voru stofnuð 31. ágúst 1944. ÍBR gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík gagnvart opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum