Aðrir styrkir

Styrkir úr Lýðheilsusjóði

Embætti landlæknis úthlutar úr Lýðheilsusjóði og er umsóknarfrestur jafnan í október eða nóvember. Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til heilsueflingar og forvarnar á sviði áfengis- og vímuvarna, tóbaks-varna, næringar, hreyfingar, tannverndar og geðræktar.

Samfélagsstyrkir Landsbankans

Landsbankinn veitir samfélagsstyrki ár hvert og er umsóknarfrestur jafnan í október. Landsbankinn veitir tuttugu milljónum króna í samfélagsstyrki í ár sem úthlutað verður í tvennu lagi. Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal á sviði mannúðarmála, íþrótta, menningar og lista, menntunar, rannsókna og vísinda, forvarnar- og æskulýðsstarfs og sértækrar útgáfustarfsemi.

Íþróttasjóður

Rannís heldur utan um Íþróttasjóð og er umsóknarfrestur 1.október ár hvert. Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

Samfélagssjóður Valitor

Valitor veitir styrki úr samfélagssjóði sínum og er umsóknarfrestur 1.apríl ár hvert. Hlutverk sjóðsins er að styðja margvísleg menningar-, mannúðar- og samfélagsmál. Umsóknum skal fylgja greinargóð lýsing á markmiði eða viðfangsefni, þó ekki meira en ein síða að lengd. Prófskírteini, umsagnir eða önnur gögn eru frábeðin. Nánari upplýsingar veitir sigrunhg@valitor.is eins má finna upplýsingar á Valitor.

Frístundakortið

Frístundakortið er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6 - 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík. Ekki er um beingreiðslur til forráðamanna að ræða, heldur hafa þeir rétt til að ráðstafa tilgreindri upphæð í nafni barns síns til niðurgreiðslu á þátttöku- og æfingagjöldum.

Samstarfsaðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna