Umsóknir í Styrktarsjóð ÍBR

27. mars 2024

Opið er fyrir Styrktarsjóð ÍBR. Tekið er á móti umsóknum frá 15. mars - 15. apríl næstkomandi og hvetjum við sem flest að sækja um. 

Styrktarsjóður ÍBR

Styrktarsjóður ÍBR er nýr sjóður eftir sameiningu Verkefnasjóðs og Afrekssjóðs ÍBR og eru markmið sjóðsins meðal annars : 

  • Útbreiðsla íþrótta í Reykjavík þar sem miðað er sérstaklega að því að gefa breiðari hópi barna og unglinga tækifæri til að taka þátt í íþróttastarfi.
  • Átaksverkefni til eflingar íþróttastarfs.
  • Þátttaka þjálfara í námskeiðum sem ekki eru haldin af sérsamböndum.
  • Námskeiðahald aðildarfélaga og sérráða.
  • Hvatning félaga til þróunarverkefna og nýbreytni í verkefnavali.
  • Verkefni sem styðja afreksíþróttafólk í að sækja sér þjálfun eða taka þátt í mótum sem eru viðbót við reglubundna þjálfun eða keppni. 

Nánari upplýsingar veita:
Birta Björnsdóttir – birta@ibr.is

Darri Mcmahon- darri@ibr.is

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna