Merki

Á þingi Íþróttabandalags Reykjavíkur í febrúar 2009 var samþykkt að taka í notkun nýtt merki. Merkið hannaði Eva Hrönn Guðnadóttir, grafískur hönnuður. Hugmyndir um að endurnýja merki ÍBR komu fram snemma á þessari öld. Ákveðnir annmarkar voru við notkun gamla merkisins í sambandi við vefnotkun og prentun þar sem merkið var ekki hannað með nafni bandalagsins og fáir þekktu fyrir hvað það stóð án texta. Merkið hefur einnig stundum valdið misskilningi þegar hópar á vegum ÍBR hafa farið erlendis til þátttöku í íþróttamótum. Merki ÍBR er til í tveimur útgáfum, með nafni til hliðar (lárrétt) og nafni fyrir neðan (lóðrétt) á bæði íslensku og ensku.

Gamla merki Íþróttabandalags Reykjavíkur var hannað af Halldóri Péturssyni en hann var fenginn til að teikna merkið í tilefni af 10 ára afmæli bandalagsins 1954. Gamla merkið verður eitthvað notað áfram a.m.k við heiðursveitingar.

Hér fyrir neðan má finna merki ÍBR í ýmsum formum, bæði fyrir prentun og vefnotkun.

Merki ÍBR
Merki ÍBR lárétt - Ensk útgáfa
Merki ÍBR lóðrétt - Ensk útgáfa
Merki ÍBR lóðrétt - Gömul útgáfa

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna