Ólympíufarar fengu styrk í dag

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, og Ingvar Sverrisson formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur ásamt íþróttafólkinu sem fékk styrkina.

Reykjavíkurborg og Íþróttabandalag Reykjavíkur afhendu í dag ellefu reykvískum íþróttamönnum sem tryggt hafa sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum og Ólympíumótinu í Ríó í sumar styrk.

Hver íþróttamaður fékk 500.000 krónur í styrk og var hann afhentur á Kjarvalsstöðum í dag. Það voru Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, og Ingvar Sverrisson formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur sem afhentu íþróttafólkinu styrkina.

Ólympíufarar úr reykvískum íþróttafélögum:
Aníta Hinriksdóttir – frjálsar – ÍR
Anton Sveinn McKee – sund – Ægir
Ásdís Hjálmsdóttir – frjálsar – Ármann
Eygló Ósk Gústafsdóttir – sund – Ægir
Guðni Valur Guðnason – frjálsar – ÍR
Helgi Sveinsson – frjálsar – Ármann
Irina Sazonova – fimleikar - Ármann
Jón Margeir Sverrisson – sund - Fjölnir
Sonja Sigurðardóttir – sund – ÍFR
Thelma Björg Björnsdóttir – sund – ÍFR
Þormóður Jónsson – júdó – Júdófélag Reykjavíkur

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) eru heildarsamtök íþróttafélaganna í Reykjavík og voru stofnuð 31. ágúst 1944. ÍBR gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík gagnvart opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum