Reykjavíkurleikarnir halda sínu striki
Reykjavíkurleikarnir, Reykjavík International Games, fara fram í fimmtánda sinn í ár, þrátt fyrir nýjar fjöldatakmarkanir og margvíslegar áskoranir. Keppnin fer fram dagana 29. janúar til 6. febrúar.
Keppnisgreinar í ár verða 22 og sérstök áhersla verður lögð á keppni okkar besta íþróttafólks við keppendur frá Norðurlöndum. Þetta á einkum við um Cross-fit, dans og skák, sem er ný grein á leikunum (ásamt strandblaki), en í þessum þessum þremur greinum verður para- eða liðakeppni. Þrátt fyrir óvissu varðandi íþróttir og keppnir undanfarna mánuði hefur áhugi á þátttöku verið gríðarmikill jafnt frá innlendu sem erlendu íþróttafólki og mótshaldarar lagt nótt við dag til þess að hægt verði að halda leikana. Hægt verður verður að fylgjast með leikunum á RÚV og RÚV2 sem og streymi á heimasíðu Reykjavíkurleikanna, www.RIG.IS.
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Fibr-is%2F1b0c5b5d-458b-49c5-b034-f4716d0e695e_1.png%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1920&q=75)
“Það er nánast kraftaverk að mótshaldarar hafa náð öllum þráðum saman þrátt fyrir margvíslegt mótlæti, nú síðast í formi áhorfendabanns og fjöldatakmarkana. Þeir hafa flestir orðið fyrir miklum fjárhagslegum skakkaföllum, annað árið í röð, og gerum við þá sanngjörnu kröfu að komið verði til móts við þá til jafns við aðra aðila í samfélaginu, hvort sem um er að ræða kráa- og veitingahúsaeigendur eða aðra” segir Gústaf Adolf Hjaltason, forseti framkvæmdaráðs leikanna.
Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni, www.rig.is