Íþróttabandalag Reykjavíkur og Suzuki á Íslandi framlengja samstarf um Miðnæturhlaup Suzuki
Íþróttabandalag Reykjavíkur og Suzuki á Íslandi hafa framlengt samstarf sitt um framkvæmd Miðnæturhlaups Suzuki til næstu þriggja ára. Suzuki hefur verið traustur samstarfsaðili hlaupsins frá árinu 2012 og átt ríkan þátt í uppbyggingu og þróun viðburðarins.
Með nýjum samningi leggja aðilar áherslu á áframhaldandi uppbyggingu, faglega framkvæmd og gott samstarf á komandi árum og hlakka til áframhaldandi vegferðar saman.
Á myndinni eru: Úlfar Hinriksson framkvæmdarstjóri Suzuki á Íslandi, Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri viðburðarsviðs ÍBR og Sonja G. Ólafsdóttir aðstoðar framkvæmdarstjóri Suzuki á Íslandi.








