Veitt verða verðlaun fyrir íþróttastjörnu og íþróttalið ársins 2025 við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur, miðvikudaginn 17. desember.
Þetta er í fyrsta sinn sem veitt eru verðlaun fyrir íþróttastjörnu ársins. Breytingarnar eru í megindráttum þannig að tilnefningarnar eru ekki kynjaskiptar. Að vanda eru veitt verðlaun fyrir íþróttalið ársins en hér að neðan má sjá tilnefningarnar í ár.










