Styrkir - umsóknarfrestur til 15.september

Umsóknarfrestur vegna næstu úthlutunar úr Verkefnasjóð ÍBR og Afrekssjóð ÍBR er til 15.september næstkomandi fyrir báða sjóði. Reglugerðir sjóðanna og umsóknareyðublöð má finna hér á ibr.is undir liðnum styrkir.

Verkefnasjóður ÍBR er sjóður til styrktar útbreiðslu og átaksverkefnum í íþróttastarfi í Reykjavík. Úthlutun skal sérstaklega taka mið af stefnu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga, stefnu ÍBR og ÍTR og jöfnum möguleika allra til íþróttaiðkunar. Umsóknir skal senda á þar til gerðum eyðiblöðum á netfangið annalilja@ibr.is.

Afrekssjóður ÍBR er sjóður til styrktar afreksíþróttastarfi í Reykjavík. Úthlutun skal sérstaklega taka mið af afreksstefnu ÍBR. Umsóknir skal senda á þar til gerðum eyðiblöðum á netfangið kjartan@ibr.is.

Smellið hér til að finna upplýsingar um styrki sem aðildarfélög ÍBR geta sótt til bandalagsins.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) eru heildarsamtök íþróttafélaganna í Reykjavík og voru stofnuð 31. ágúst 1944. ÍBR gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík gagnvart opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum