Persónuverndarlöggjöf

Ný persónuverndarlöggjöf tók gildi á Íslandi 15. júlí 2018. Með tilkomu hennar eru lagðar nýjar skyldur og kröfur á félagasamtök og fyrirtæki og er íþróttahreyfingin ekki þar undanskilin.

Gerð er krafa um að öll sérsambönd, íþróttahéruð og aðildarfélög haldi skrá (vinnsluskrá) um alla vinnslu persónuupplýsinga innan viðkomandi einingar og einnig þarf að vinna áhættumat og úrbótaáætlun, ef nauðsyn er talin. Gerð er krafa um að allir ábyrgðaraðilar setji sér gilda Persónuverndarstefnu eða fræðslu til einstaklinga með öðru móti, sem unnið er eftir.

ÍSÍ, í samstarfi við Advania Advice, vann að gerð vinnsluskráa fyrir vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga hjá ÍSÍ og gerð úrbótaáætlunar, ásamt því að útbúa Persónuverndarstefnu ÍSÍ. Þessa vinnu geta íþróttahéröð og félög nýtt sér til að uppfylla sínar skildur. Smellið hér til að finna gögnin og leiðbeiningar. ÍBR hvetur íþróttafélögin til að nýta sér gögnin sem ÍSÍ hefur útbúið til að koma þessum málum í réttan farveg hjá sér.

Á haustmánuðum var unnið að gerð vinnsluskrá og persónuverndarstefnu fyrir ÍBR en stefnuna má finna hér á ibr.is.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) eru heildarsamtök íþróttafélaganna í Reykjavík og voru stofnuð 31. ágúst 1944. ÍBR gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík gagnvart opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum