Kostuð meistaranámsstaða

Laus er til umsóknar námsstaða í meistaranámi í íþróttavísindum og þjálfun (MSc) við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík.

Staðan er kostuð af Háskólanum í Reykjavík og Íþróttabandalagi Reykjavíkur (IBR) og mun nemandinn ekki greiða skólagjöld meðan á námstíma stendur. Umsóknarfrestur er til 5. júní og mun nemandi hefja nám strax á haustönn, samkv. skóladagatali.

Skuldbindingar nemanda eru eftirfarandi:

 • Að gera yfirgripsmikla rannsókn er tengist tíðni og alvarleika íþróttatengdra heilsufarsvandamála í Reykjavík. Rannsóknin yrði hluti af 60 ECTS meistararitgerð til Msc gráðu í íþróttavísindum og þjálfun. Rannsóknin yrði tengd BATNA verkefninu en BATNA verkefnið er skilgreint sem klasi þeirra sem vilja vinna að lágmörkun íþróttatengdra heilsufarsvandamála, s.s. stoðkerfisvandamála og sálrænna kvilla
 • Akademískur starfsmaður HR mun vera ábyrgðarmaður rannsóknar og leiðbeinandi meistaranemans. Rannsóknin verður gerð í nánu samstarfi við ÍBR.
 • Starfsmenn HR og meistaranemandi munu kynna niðurstöður ritgerðanna fyrir þeim aðilum sem ÍBR myndi óska.
 • ÍBR getur óskað eftir því að nemandi undir handleiðslu kennara íþróttafræðideildar HR veiti ráðgjöf er varðar niðurstöður þeirra mælinga sem gerðar hafa verið.
 • Nemandi leitast eftir því að vinna mörg verkefni tengd BATNA og veitir ÍBR aðgang að verkefnum sínum.

Umsóknir og fyrirspurnir skulu berast á tölvupósti til:
hafrunkr@ru.is og hjaltio@ru.is

ÍBR og HR gerðu með sér samstarfssamning um ráðstefnur og verkefnið BATNA í janúar 2019 og er þessi kostaða meistaranámsstaða hluti af því samstarfi. Sjá nánar hér.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Merki ÍSÍ
 • Merki UMFÍ
 • Merki Reykjavíkurborgar
 • Merki ÍTR
 • Merki Íslenskrar Getspár
 • Merki Getrauna

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) eru heildarsamtök íþróttafélaganna í Reykjavík og voru stofnuð 31. ágúst 1944. ÍBR gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík gagnvart opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum