49.Þing ÍBR 20.-21.Mars 2019

15. febrúar 2019

49. þing Íþróttabandalags Reykjavíkur verður haldið dagana 20. - 21. mars í Laugardalshöll.

Þingfundur hefst miðvikudaginn 20. mars kl. 17:00. Nefndir munu starfa að loknum fyrri hluta þings, á miðvikudagskvöldinu, í fundarsölum ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni. Gert er ráð fyrir að þingfulltrúar geti tekið þátt í nefndarfundum fyrsta klukkutímann en síðan starfi nefndir fyrir luktum dyrum og ljúki sinni vinnu eigi síðar en kl. 22:30. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í nefndum mega gjarnan koma boðum um það til skrifstofu ÍBR. Þingfundi verður fram haldið fimmtudaginn 21. mars kl. 17:00. 

Kosið er á þingi ÍBR um formann, þrjá stjórnarmenn úr fráfarandi stjórn, þrjá stjórnarmenn og þrjá varamenn. Kjörnefnd ÍBR minnir á að frestur til að skila framboðum rennur út 3 vikum fyrir þing þ.e. 27. febrúar n.k. Samkvæmt lögum ÍBR má ekki kjósa þrjá eða fleiri frá sama aðildarfélagi í stjórn. Formenn einstakra félaga, sérráða, sérsambanda eða annarra íþróttahéraða geta ekki setið í framkvæmdastjórn. Framboðum skal skilað til skrifstofu ÍBR

Þau mál, sem aðilar óska að verði á dagskrá, skulu berast ÍBR í síðasta lagi 4 vikum fyrir þingsetningu eða fyrir 20. febrúar.

Hér á ibr.is er hægt að nálgast upplýsingar um þingið sem framundan er og munu fleiri gögn bætast við þegar nær dregur.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna