Viðurkenningar til Ólympíufara veittar

25. nóvember 2022

Reykjavíkurborg og Íþróttabandalag Reykjavíkur ákváðu síðasta vetur að veita viðurkenningar þeim sem kepptu á Vetrarólympíuleikum í Beijing, í febrúar 2022 . 

REYKJAVÍK ÁTTI FIMM FULLTRÚA Á VETRARÓLYMPÍULEIKUNUM OG FENGU ÞAU VIÐURKENNINGU Á FORMANNAFUNDI ÍBR Í GÆR, 22. NÓVEMBER.

·       Hilmar Snær Örvarsson, alpagreinar karla, fatlaðra – Víkingi

·       Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, alpagreinar kvenna - Ármanni

·       Kristrún Guðnadóttir, skíðaganga kvenna - Ulli

·       Snorri Einarsson, skíðaganga karla - Ulli

·       Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla - Ármanni

ÍBR óskar þeim aftur til hamingju með árangurinn.

Á myndinni eru, frá vinstri: Lilja Sigurðardóttir varaformaður ÍBR, Ingvar Sverrisson formaður ÍBR, Sturla Snær Snorrason, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Hilmar Snær Örvarsson og Skúli Helgason formaður Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna