Umsóknir í Styrktarsjóð ÍBR

7. mars 2023

Senn líður að fyrri úthlutun ársins úr Styrktarsjóði ÍBR. Umsóknarfrestur fyrir sjóðinn er 15.mars næstkomandi og hvetjum við sem flesta að sækja um. Reglugerðir sjóðsins og umsóknareyðublað má finna hér eða á ibr.is undir liðnum styrkir.

Styrktarsjóður ÍBR

Styrktarsjóður ÍBR er nýr sjóður eftir sameiningu Verkefnasjóðs og Afrekssjóðs ÍBR og eru markmið sjóðsins meðal annars : 

  • Útbreiðsla íþrótta í Reykjavík þar sem miðað er sérstaklega að því að gefa breiðari hópi barna og unglinga tækifæri til að taka þátt í íþróttastarfi. 
  • Átaksverkefni til eflingar íþróttastarfs.
  •  Þátttaka þjálfara í námskeiðum sem ekki eru haldin af sérsamböndum.
  • Námskeiðahald aðildarfélaga og sérráða.  
  • Hvatning félaga til þróunarverkefna og nýbreytni í verkefnavali. 
  • Verkefni sem styðja afreksíþróttafólk í að sækja sér þjálfun eða taka þátt í mótum sem eru viðbót við reglubundna þjálfun eða keppni. 

Nánari upplýsingar veita:
Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir – hrefna@ibr.is

Darri Mcmahon- darri@ibr.is

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna