Reykvískir unglingar í landsliðunum

7. október 2022

Íþróttabandalag Reykjavíkur velur ungt og efnilegt íþróttafólk til að taka þátt í Grunnskólamóti höfuðborganna árlega. Nú er búið er að gefa út val í U-15 landslið KSÍ og einnig búið að velja leikmenn til æfinga með yngra landsliði kvenna HSÍ. Íþróttabandalagið er virkilega ánægt að sjá að 13 ungmenni sem voru valin í Grunnskólamót höfuðborga norðurlandanna í ár og fór fram Í Osló í maí, urðu meðal þeirra sem voru valin í yngri landsliðin og viljum við óska þeim innilega til hamingju. Sjö stúlkur úr handboltanum voru valdar til æfinga í yngri landsliði kvenna daganna 28.sept-2.okt. 2022. Sex drengir voru valdir í U-15 ára landslið karla KSÍ og munu taka þátt í UEFA Developmet Tournament sem fram fer í Slóveníu daganna 10-16 október næstkomandi. Þar mæta þeir Slóvaníu, Norður Írlandi og Luxemborg.

Eftirtaldir leikmenn í handknattleik sem valdar voru til þátttöku eru:

Arna Katrín Viggósdóttir  KR

Ester Elísabet Guðbjartsdóttir Val

Hrafnhildur Markúsdóttir Val

Sigrún Erla Þórarinsdóttir Val

Silja Katrín Gunnarsdóttir Fram

Sylvía Dröfn Stefánsdóttir Fram

Þóra Lind Guðmundsdóttir Fram

Eftirtaldir leikmenn í knattspyrnu sem valdir voru til þátttöku eru:

Viktor Bjarki Daðason Fram

Guðmar Gauti Sævarsson  Fylki

Stefán Logi Sigurjónsson Fylki

Kristófer Páll Lúðvíksson ÍR

Karan Gurung Leikni

Victor Steinn Sverrisson Víking.

Við óskum þeim til með árangurinn.

Samstarfsaðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna