Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur fengið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar

9. júní 2022

Íþróttabandalag Reykjavíkur fékk á dögunum Regnbogavottun Reykjavíkurborgar. Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks. 

Starfsfólk skrifstofu ÍBR tók þátt í frábærri fræðslu um hinsegin málefni, stjórnendur fylltu út spurningalista, gerð var úttekt á skrifstofu ÍBR og vefsíðum. ÍBR er með virka jafnréttisáætlun og mannréttindaáætlun þar sem hinsegin málefni eru meðal annars.   

Íþróttabandalag Reykjavíkur hvetur öll íþróttafélög í Reykjavík í að fara í gegn um þetta vottunarferli til að vera hinseginvænni.

Fræðslan er þungamiðjan í Regnbogavottuninni en hún byggir á ýmsum skemmtilegum verkefnum um hinseginleika og beinist einnig að því að skoða með hvaða hætti hver og einn vinnustaður geti verið hinseginvænni. Fræðslan er útbúin sérstaklega til að henta þeirri starfsemi sem um ræðir á hverjum stað fyrir sig. Í heildina eru þetta 4.5klst af fræðslu

Starfsmannahópur stofnana og fyrirtækja sem samanstendur af einstaklingum úr ólíkum áttum og með fjölbreyttan bakgrunn hefur jákvæð áhrif á reksturinn og þjónustuna, enda koma þannig fleiri og ólík sjónarhorn að borðinu. Þetta gerist þó einungis ef starfsfólk upplifir öryggi og virðingu í starfi. Slíkt er tryggt t.d. með jafnréttis- og mannréttindastefnum, en þær hafa almennt góð áhrif á starfsfólk og leiða af sér nýsköpun og bætta frammistöðu. Til að gera enn betur þarf að sjá til þess að stefnurnar séu virkar, þ.e. að þeim sé framfylgt, að þeim fylgja aðgerðir og að starfsfólki er almennt upplýst um þær og áhrif þeirra. Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er dæmi um aðgerð byggð á mannréttindastefnu.

Öll íþróttafélög ÍBR fá hinseginfræðslu frá Samtökunum 78 í september/október fyrir starfsfólk og þjálfara.

 

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna