Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlanda sem halda átti í maí í Reykjavík hefur verið frestað í óákveðinn tíma vegna COVID-19 veirunnar. Verið er að vinna í að finna nýja tímasetningu. Fyrirhugaðar úrtaksæfingar falla því niður, frekari upplýsingar koma inn síðar.