Mikilvægir skilafrestir

6. apríl 2018

Á þessum tíma árs eru nokkrir mikilvægir skilafrestir á döfinni sem vert er að minna forsvarsmenn íþróttafélaganna á.

Starfsskýrslur ÍSÍ – skilafrestur 15. apríl

Búið er að opna fyrir starfsskýrsluskil vegna starfsársins 2017. Skilafrestur er skv. lögum ÍSÍ 15. apríl nk. 
Hér á vef ÍSÍ má finna upplýsingar um starfsskýrsluskilin og einnig leiðbeinandi upplýsingar varðandi Felix kerfið.
Athugið þá nýbreytni að nú óskar ÍSÍ eftir að núgildandi lög félagsins verði sett inn í kerfið.
Ef spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband við Elías Atlason, verkefnastjóra Felix á netfangið elias@isi.is eða í síma 514 4000.

Grunnstyrkur/Lottó – skilafrestur 31. maí

Umsóknum um Grunnstyrk ÍBR skal skila á netfangið ibr@ibr.is í síðasta lagi 31. maí. Hér á ibr.is má finna eyðublað til útfyllingar og reglugerð en að öðru leyti þarf að hafa skilað starfsskýrslum og ársreikningi til að fá styrk.

Aðalfundir – ársreikningar og lög – skilafrestur 1. júní

Fyrir 1. júní ár hvert skulu félögin skila ársskýrslu og árituðum endurskoðuðum ársreikningi til bandalagsins. Berist þessar skýrslur ekki innan tilskilinna tímamarka er stjórn ÍBR heimilt að fresta samkvæmt eigin ákvörðun greiðslum á hlutdeild viðkomandi aðila í tekjum Íslenskrar getspár þar til skýrslur hafa borist. Minnum einnig á að tilkynna þarf lagabreytingar til ÍBR.

Ef spurningar vakna þá hikið ekki við að hafa samband við skrifstofu ÍBR.

Mynd af dagatali 15.apríl

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna