Samkvæmt lögum ÍSÍ skulu öll íþróttafélög á landinu skila starfsskýrslu til ÍSÍ eigi síðar en 15.apríl ár hvert. Nú er aðeins um mánuður til stefnu og félög því hvött til að hefja vinnu við skýrsluskilin sem fyrst. Einnig er vakin athygli á því að strax í maí verður keppnisbönnum beitt á þau félög sem ekki hafa skilað skýrslu.
Starfsskýrsla til ÍSÍ inniheldur iðkenda- og félagatal, upplýsingar um núverandi stjórn og lykiltölur úr ársreikningi síðasta rekstrarárs. Skýrslunni er í öllum tilfellum skilað í gegnum Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Skrifstofa ÍSÍ getur veitt stuttan frest á skilum á ársreikningi, ef hann liggur ekki fyrir þegar skilafrestur rennur út en félögin þurfa að sækja um slíkan frest til ÍSÍ í samráði við viðkomandi héraðssamband/íþróttabandalag.
Tengiliður vegna starfsskýrsluskila er Óskar Örn Guðbrandsson á skrifstofu ÍSÍ. Sími á skrifstofu er 514-4000 en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netföngin oskar@felix.is og oskar@isi.is.
