Það er mikilvægt að þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka séu með rétta skráningu þegar kemur að rástíma og úrslitum. Þau sem eru skráð með keppnismiða taka þátt í keppni í sinni vegalengd og aldursflokki. Þau sem vilja ekki taka þátt í keppni hafa kost á að kaupa almennan miða.
Rástími á keppnismiða er á undan þeim sem eru með almennan miða og mega þessir hópar ekki leggja af stað á sama tíma en þá er þeirra þátttaka dæmd ógild og er ekki hægt að fá skráðan tíma.
Það sem er innifalið í almennum miða er eftirfarandi:
- Þátttaka í Reykjavíkurmaraþoninu 2025
- Mæld braut samkvæmt mælingarstöðlum
- Hlaupanúmer
- Tímaflaga
- Þjónusta og drykkir á braut/við endamark
- Medalía að loknu hlaupi
- Aðgangur að sundlaugum í Reykjavík að loknu hlaupi (sýna þarf hlaupanúmer)
- Innifalið í kepnnismiða er allt sem er innitalið í almennum miða auk eftirfarandi:
- Umsókn um FRÍ vottun
- Skráning í afrekaskrá FRÍ
- Verðlaun til fyrstu þriggja hlaupara í hverri vegalengd og fyrsta hlaupara í hverjum aldursflokki
- Lögmæld braut samkvæmt mælingarstöðlum AIMS
Hvernig veit ég hvort ég er skráð/ur með almennan eða keppnis miða?
Inn á mínum síðum á Corsa er hægt að sjá allar upplýsingar um miðann sinn. Við hlið vegalengdar stendur hvort miðinn sé almenn skráning eða keppnis.
https://www.corsa.is/is/reykjavikur-marathon/mypage
Ef ég vil breyta um miða, hvernig fer ég að því?
Það er einnig gert á mínum síðum á Corsa. Ýtir á mínar upplýsingar og ferð neðst í breyta miða. Athugið að það þarf að greiða mismuninn á dýrari miða.
Sjáumst þann 23. ágúst!