Skráning í Laugavegshlaupið 2026 er opin og geta áhugasamir skráð sig til miðnættis miðvikudaginn 12. nóvember.
Þátttökuskilyrðin eru 370 ITRA stig. Ef eftirspurn verður meiri en framboð af sætum í hlaupið, verður dregið úr skráðum þátttakendum. Hlauparar geta fengið ITRA stig með því að taka þátt í utanvegahlaupum sem eru viðurkennd af ITRA samtökunum (International Trail Running Association).
- 5. nóvember kl. 12:00 - Skráning opnar í Laugavegshlaupið 2026
- 12. nóvember kl. 24:00 - Skráning lokar í Laugavegshlaupið 2026
- 19. nóvember kl. 12:00 - Tilkynnt verður hverjir komust í Laugavegshlaupið 2025
- 19. - 26. nóvember - Endurgreiðslur til þeirra sem fengu ekki miða.
- 30. desember - Síðasti dagur 75% endurgreiðslu.
- 1. mars - Síðasti dagur 50% endurgreiðslu.
- 11. júlí - Hlaupið fer fram!
Þátttökugjald 2026: 57.200kr.
Við sjáumst 11. júlí!








