Silfur til Íslands á Evrópumeistaramóti í Ju-Jitsu!

12. maí 2025

Ju Jitsufélag Reykjavíkur heldur áfram að slá í gegn á alþjóðlegum vettvangi

Ju Jitsufélag Reykjavíkur hefur náð ótrúlegum árangri á IX Combat Ju-Jutsu European Championship sem fram fór í Tékklandi 2-4. maí 2025. Þetta er aðeins annað skipti sem félagið tekur þátt í alþjóðlegu móti eftir að hafa stigið sín fyrstu skref á heimsmeistaramótinu í Póllandi fyrir áramót.

Rúnar Páll Gígjá, keppandi og þjálfari félagsins, tryggði sér silfurverðlaun í -93 kg flokki í Ground Combat eftir glæsilega sigra. Í þriðju umferð sigraði hann Spánverjann Alberto Fidalgo með yfirburðum, 10-0, eftir að hafa áður mætt Jose Fernandez frá sama landi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur keppandi nær verðlaunasæti á Evrópumeistaramóti í þessari grein - og það aðeins nokkrum mánuðum eftir að félagið hóf þátttöku í alþjóðlegum keppnum.

Aðalþjálfari félagsins, Gilles Tasse, fékk 2. dan gráðu frá alþjóðasamtökunum (CJJIF) fyrir framúrskarandi framlag til kennslu, þjálfunar og uppbyggingar Ju-Jutsu á Íslandi.

Stærri hópur á leið í næsta verkefni

Næsta mót verður annað stórmót á vegum CJJIF í Evrópu í nóvember 2025 í Madrid. ndirbúningur er þegar hafinn og stefnt er að því að allt að 20 manna hópur fari til keppni. Þar verður þátttaka í mörgum flokkum og mikilvægur liður í áframhaldandi uppbyggingu íþróttarinnar hér á landi.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna