Reykjavíkurúrvalið hafnaði í öðru sæti

30. maí 2024

Reykjavíkurúrval stúlkna í handknattleik hafnaði í öðru sæti í höfuðborgarkeppni Norðurlandanna sem hófst síðasta sunnudag og stendur fram á föstudag. Á þriðjudag spilaði Reykjavík við lið Kaupmannahafnar. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og leiddi Kaupmannahöfn með einu marki, 14-13. Reykjavík komst þó yfir í seinni hálfleik og náði með mikilli elju að halda forystunni þrátt fyrir mjög spennandi lokamínútur. Leikar enduðu þannig að Reykjavík vann 20-19.

Í gær, miðvikudag, spilaði Reykjavík við lið Helsinki. Mikil barátta einkenndi lið Helsinki, en Reykjavík náði þó yfirhöndinni snemma leiks og sigrðu 27-20 og náðu þannig öðru sætinu á mótinu. Einkar glæsilegur árangur og það má með sanni segja að framtíðin sé björt.

Reykjavíkurliðið var skipað eftirtöldum leikmönnum:
Anja Gyða Vilhelmsen, Víkingi.
Brynja Sif Gísladóttir, Fram.
Katrín Ásta Jóhannsdóttir, ÍR.
Kolbrún Ída Kristjánsdóttir, Fjölni/Fylki.
Ragna Lára Ragnarsdóttir, Fjölni/Fylki.
Sara Sigurvinsdóttir, Val.
Sara Sveinsdóttir, Val.
Sigurveig Ýr Halldórsdóttir, Fram.
Sylvía Sigrún Eðvarðsdóttir, Gróttu.
Ylfa Hjaltadóttir, Fram.

Þjálfari: Sigríður Unnur Jónsdóttir.

Ljósmyndir: Ragna Björg Kristjánsdóttir og Ragnar Lárus Kristjánsson

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna