Reykjavíkurleikarnir eru árleg íþróttahátíð sem fer fram í 12.sinn dagana 24.janúar til 3.febrúar næstkomandi. Keppt verður í 18 íþróttagreinum þar sem reiknað er með þátttöku á sjöunda hundrað erlendra gesta ásamt flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga. Keppnin fer að mestu fram í Laugardalnum og nágrenni hans en einnig í Egilshöll, á Skólavörðustíg og víðar.
Íþróttagreinarnar sem keppt er í á leikunum eru mjög fjölbreyttar og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Íþróttagreinarnar eru áhaldafimleikar, badminton, borðtennis, dans, frjálsíþróttir, hjólreiðar, júdó, karate, keila, kraftlyftingar, listskautar, ólympískar lyftingar, rafíþróttir, skotfimi, skylmingar, skvass, sund og taekwondo.
Keppnisdagskráin skiptist niður á tvær helgar og verða glæsilegar lokahátíðir í Laugardalshöllinni báða sunnudagana. Einnig er ráðstefna og málstofur um íþróttir og ofbeldi hluti af dagskránni. Miðasala er hafin á alla viðburði á tix.is en dagskrá má finna á rig.is.
Aðrar fréttir
Archive- 8. ágúst 2025
Skráning í Norðurljósahlaupið 2025 er hafin!
Hlaupið fer fram laugardaginn 8 febrúar, 2025
- 8. jan. 2025
"Meira eða minna afreks?"
Ráðstefnan á Reykjavík International Games 2025 fer fram þann 22. janúar
- 11. des. 2024
Íþróttafólk/lið Reykjavíkur 2024.
Athöfnin fór fram í Ráðhúsi í Reykjavíkur í dag við hátíðlega athöfn.