Föstudaginn 24. janúar 2025 fer fram opinn fundur menningar- og íþróttaráðs um fjármál og starfsemi íþróttahreyfingarinnar í Tjarnarsal ráðhússins. Fjölmargir ræðumenn stíga á stokk og ljá gestum þekkingu sína, en einnig verða pallborðsumræður að endingu.
Fundurinn stendur frá kl. 9 til 11.30 og Helga Margrét Höskuldsdóttir íþróttafréttakona stýrir umræðum.
