Met þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki

23. júní 2018

Miðnæturhlaup Suzuki 2018 fór fram fimmtudagskvöldið 20.júní og var þetta í 26. sinn sem hlaupið er haldið. Íþróttabandalag Reykjavíkur rekur hlaupið en um 100 manns úr íþróttafélögunum í Reykjavík koma að framkvæmdinni í fjáröflun fyrir sitt félag.

Hlauparar létu ekki rigningu og rok stoppa sig í að mæta í Laugardalinn en als skráðu sig 2.857 til þátttöku sem er nýtt met. Um 1.200 erlendir hlauparar voru á meðal þátttakenda frá 46 löndum. Þó Miðnætursólin hafi ekki látið sjá sig að þessu sinni var hlaupið vel heppnað og fóru margir að því loknu í Laugardalslaugina til að láta þreytuna líða úr sér.

Eitt brautarmet var sett í hlaupinu en það var Elín Edda Sigurðardóttir sem setti það í 10 km hlaupi kvenna. Í 10 km hlaupi karla sigraði Rimvydas Alminas frá Litháen. Í hálfu maraþoni sigruðu þau Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson en í 5 km hlaupinu Íris Anna Skúladóttir og Þórólfur Ingi Þórsson.

Nánari úrslit og myndir frá hlaupinu má finna á vefnum midnaeturhlaup.is.

Hlauparar í Miðnæturhlaupi Suzuki

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna