Jafnréttisfræðsla íþróttafélaga í Reykjavík

10. október 2022

Síðastliðnar tvær vikur hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur staðið fyrir mikilvægum fræðsluerindum fyrir öll aðildarfélög ÍBR. ÍBR fór í heimsókn í öll níu hverfafélög Reykjavíkur (Ármann, Fjölnir, Fram, Fylkir, ÍR, KR, Valur, Víkingur, Þróttur), þar sem allir þjálfarar og starfsfólk félaganna fengu fræðslu.

ÍBR stefnir að því að vera með fræðsludaga tvisvar á ári, þ.e. einu sinni á önn, þar sem fjallað er um málefni sem skipta íþróttahreyfinguna í Reykjavík máli. Í ár fengu íþróttafélögin fræðslu um jafnrétti og ómeðvitaða hlutdrægni, fjölmenningu og inngildingu í íþróttastarfi, og hinseginfræðslu.

Fyrirlesarar voru Sóley Tómasdóttir, kynja og fjölbreytileikafræðingur, Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt við Háskóla Íslands, og Sveinn Sampsted, íþróttafræðingur og fræðari hjá Samtökunum 78.

Í ár lagði ÍBR enn meiri áherslu á jafnréttis- og siðamál í greiðslusamningum íþróttafélaganna. Meðal annars að hverfafélögin ættu að senda þjálfara og starfsfólk félagsins á þessa fræðslu, einnig var hinum tæplega 70 aðildarfélögum ÍBR einnig boðið sama fræðsla.

Það hefur margsýnt sig í rannsóknum að börn sem stunda íþróttir líður betur, sofa betur, standa sig betur í námi, og neyta sjaldnar áfengis og vímuefna. Því er mikilvægt að þjálfarar, starfsfólk og þau sem koma að íþróttaiðkun barna séu með vituð um jaðarhópa og jafnrétti og geti því aðstoðað öll við að stunda íþróttir.

Íþróttabandalag Reykjavíkur leggur mikla áherslu á að íþróttir séu fyrir öll og er þessi fræðsla einn liður í því. ÍBR vill hlúa að betra samfélagi fyrir öll.

Fyrirlesarana má sjá á myndinni að neðan, frá vinstri: Birta Björnsdóttir, Sveinn Sampsted, Sóley Tómasdóttir, Sema Erla Serdaroglu

frá vinstri, Bir

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna