Íslandsmet í hástökki

31. maí 2017

Kristján Viggó Sigfinnsson

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna fer fram í Osló þessa dagana. Frá Reykjavík taka þátt 41 ungmenni á aldrinum 13-14 ára í knattspyrnu, handknattleik og frjálsíþróttum. Keppnin hófst á mánudag og stendur yfir fram á fimmtudag.

Í dag náði Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármanni og Hlíðaskóla, þeim frábæra árangri að sigra í hástökki. Hann stökk 191 cm og sló með því mótsmetið sem var 182 cm og Íslandsmet 14 ára drengja sem var 190 cm. Frábær árangur hjá Kristjáni sem átti best 188 cm fyrir mótið og var nálægt því að fara yfir 193 cm í keppninni.

Það hefur einnig gengið vel hjá öðrum í reykvíska hópnum á mótinu. Knattspyrnulið drengja sigraði lið Osló og Kaupmannahafnar en tapaði naumlega fyrir liði Stokkhólms. Handknattleikslið stúlkna sigraði lið Helsinki í dag en hafði áður beðið lægri hlut fyrir Osló og Kaupmannahöfn. Þá náði Björn Þór Gunnlaugsson, Ármanni og Laugalækjarskóla, 3.sæti í 800 metra hlaupinu í gær.

Nánari upplýsingar:

Lið Reykjavíkur

Dagskrá reykvíska hópsins

Úrslit

Facebook síða leikanna

Facebook síða ÍBR

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna