Íþróttabandalag Reyjavíkur og Garminbúðin hafa undirritað nýjan þriggja ára samstarfssamning sem gildir fyrir árin 2026–2028. Þetta er fjórði samningurinn sem aðilar gera með sér, en samstarfið hófst árið 2018.
Með nýjum samningi verður Garminbúðin áfram opinber rafeindarbúnaðarstyrktaraðili íþróttaviðburða ÍBR. Garminbúðin hefur um árabil verið mikilvægur samstarfsaðili og veitt bæði viðburðum ÍBR og þátttakendum þeirra öflugan stuðning.
Við höfum átt í afar góðu og frjóu samstarfi við Garminbúðina og erum þakklát fyrir þann styrk og áhuga sem fyrirtækið hefur sýnt í gegnum árin. Við hlökkum til að halda áfram á sömu braut og efla viðburði ÍBR enn frekar á næstu árum.
Með endurnýjuðum samningi er tryggt að þátttakendur í viðburðum ÍBR munu áfram njóta vandaðrar tæknilausnar og frábærs stuðnings frá Garminbúðinni.








