ÍBR sat sitt fyrsta þing UMFÍ um helgina

18. október 2021

15.-17. október fór 52. sambandsþing Ungmennafélags Íslands fram á Húsavík. Rúmlega hundrað þingfúlltrúar aðildarfélaga UMFÍ af öllu landinu sátu þingið. ÍBR átti 11 fulltrúa á þinginu, en þetta var í fyrsta skipti sem ÍBR á sæti á þingi UMFÍ eftir að aðild íþróttabandalaga að UMFÍ var samþykkt. 

Málfríður Sigurhansdóttir úr Fjölni var í fyrsta sinn kjörinn fulltrúi frá ÍBR í stjórn UMFÍ.

Ungmennafélagið Fjölnir hlaut verðlaun fyrir verkefnið Áfram lestur. Verkefnið varð til hjá Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Fjölnis, þar sem komið var á legg lestrarátaki og iðkendur hvattir til að halda áfram að lesa bækur yfir sumartímann.

Þingið fór vel fram, góðar umræður og lífleg stemning meðal þingfulltrúa. Umræðuefnin voru af ýmsu tagi, enda 450 aðildarfélög innan UMFÍ, þar af öll helstu íþróttafélög landsins.

Þingið fór vel fram um helgina á Húsavík, UMFÍ eiga hrós skilið. Við hjá ÍBR erum ánægð með að vera komin inn í UMFÍ og geta lagt okkar af mörkum að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og styðja við bætta lýðheilsu landsmanna,“ sagði Ingvar Sverrisson formaður ÍBR.

Frekari fréttir má finna á heimasíðu UMFÍ.

Mynd fengin af heimasíðu UMFÍ.

Haukur Valtýsson - mynd fengin af heimasíðu UMFI.is

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna