Íþróttahátíð í Breiðholti 2025

28. ágúst 2025

Íþróttahátíð í Breiðholti laugardaginn 6. september

Íþróttabandalag Reykjavíkur býður öll velkomin á Íþróttahátíð í Breiðholti sem haldin verður laugardaginn 6. september. Hátíðin er öllum opin, aðgangur er frír og boðið verður upp á skemmtilega dagskrá fyrir fólk á öllum aldri.

Íþróttadagskrá kl. 12:00–14:30

Frá hádegi geta börn og ungmenni rölt á milli íþróttasvæða og prófað hinar ýmsu greinar. Hátíðin fer bæði fram á ÍR-svæðinu og Leiknis-svæðinu, og verður sérstök íþróttarúta í boði sem fer með börn milli svæðanna. Á svæðunum sjálfum rölta þau um og kynnast íþróttunum á eigin hraða.

Í boði verða m.a.:

  • Borðtennis, blak og badminton
  • Sund og dans
  • Fótbolti og amerískur fótbolti
  • Glíma, kung-fu, júdó, karate og taekwondo
  • Klifur, fimleikar og frjálsar íþróttir
  • Handbolti, körfubolti og hjólastólakörfubolti
  • Keila

Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast íþróttunum á lifandi og skemmtilegan hátt undir leiðsögn íþróttafélaga í hverfinu.

 

Skemmtidagskrá á sviði 

Eftir íþróttagleðina hefst skemmtidagskrá á sviði þar sem boðið verður upp á fjölbreytta afþreyingu:

  • Emmsjé Gauti
  • Húbba Búbba 
  • Dans Brynju Péturs
  • DJ Birkir 

Skrúðganga og knattspyrnuleikur kl. 15:30

Að lokinni skemmtidagskrá verður skrúðganga frá sviðinu að Leiknisvellinum, þar sem öllum er boðið frítt á knattspyrnuleik Leiknis og Selfoss í Lengjudeild karla. Leikurinn hefst kl. 16:00.

Frítt fyrir öll

Aðgangur að hátíðinni er ókeypis, þátttaka í öllum íþróttum er frí og einnig verður boðið upp á fríar veitingar.

Hátíð fyrir alla

Íþróttahátíðin í Breiðholti er haldin með stuðningi frá Erasmus+ Sports day in the Streets og er hluti af stærra Breiðholtsverkefni sem Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) og Suðurmiðstöð standa að. Markmið verkefnisins er að efla þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi, styrkja félagsauð í Breiðholti og auðvelda fólki af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna