Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna

31. maí 2022

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna hafið í Osló í Noregi.

 

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna fer fram í 74 skiptið dagana 30. maí – 3. júní. Reykjavík tók þátt í fyrsta sinn árið 2006, en keppt er í knattspyrnu drengja, handbolta stúlkna og frjálsum íþróttum hjá bæði drengjum og stúlkum.

Í mótinu öllu taka þátt 205 einstaklingar frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi. Íslenskir keppendur eru 41.

Keppendur eru valdir í úrtaki frá öllum félögum í Reykjavík. Þjálfarar ÍBR halda æfingar og velja þátttakendur sem fara á leikana. Það er mikill heiður að vera valin til að fara fyrir hönd Reykjavíkurborgar til að taka þátt.

Grunnskólamótið er mikil upplifun og góð reynsla fyrir unga íþróttafólkið okkar og mun án efa nýtast þeim í framtíðinni.

Við munum setja inn myndir á facebook síðu Íþróttabandalags Reykjavíkur sem þú getur fylgst með hér. https://www.facebook.com/ithrottabandalag

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna