Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur gert þriggja ára samstarfssamning við íþróttaverslunina Fætur Toga og verður þar með aðal íþróttavörumerki allra hlaupaviðburða bandalagsins næstu árin. Samningurinn nær til helstu hlaupaviðburða landsins, þar á meðal Norðurljósahlaup Orku Náttúrunnar, Miðnæturhlaup Suzuki, Laugavegur Ultra Maraþon og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.
Í tilkynningu frá Fætur Toga segir að samningurinn hafi verið undirritaður nýverið og sé liður í því að efla útivist og íþróttalíf í Reykjavík. ÍBR heldur ár hvert utan um fjölmennar hlaupahelgar og viðburði sem laða til sín þúsundir þátttakenda og ferðamanna. Er samstarfinu ætlað að styrkja þessa viðburði enn frekar og skapa jákvæða þróun á komandi árum.








