Alþjóðaleikar ungmenna 2022

31. ágúst 2022

ÍBR sendi 10 keppendur og 3 þjálfara í þremur keppnisgreinum á Alþjóðaleikum ICG í Coventry dagana 11-16 ágúst. Keppnisgreinar sem tekið var þátt í að þessu sinni frá Reykjavík á leikunum  voru tennis, borðtennis og klifur. Á ICG kemur ungt íþróttafólk á aldrinum 12-15 ára frá yfir 40 löndum/borgum víðsvegar úr heiminum saman til að etja kappi í hinum ýmsu íþróttagreinum.

Ferðin og keppni gekk vel hjá hópnum og náðust margir góðir sigrar og gríðarlega góð reynsla hjá öllum keppendum þrátt fyrir að engir keppendur hafi unnið til verðlauna að þessu sinni.

 

Keppendur og þjálfarar voru eftirfarandi:

Tennis:

Þorsteinn Þorsteinsson – Víkingur

Íva Jovisic – Fjölnir

Daníel Pozo – Fjölnir

Saulé Zukauskaite – Fjölnir

Carola Frank (þjálfari) – Fjölnir

Borðtennis:

Benedikt Aron Jóhannsson – Víkingur

Magnús Þór Holloway – KR

Ársæll Aðalsteinsson (þjálfari) - Víkingur

Klifur:

Paulo Mercado Guðrúnarson – Klifurhúsið

Garðar Logi Björnsson – Klifurhúsið

Þórdís Nielsen – Klifurhúsið

Eygló Elvarsdóttir – Klifurhúsið

Hildur Björk Adolfsdóttir (þjálfari) – Klifurhúsið

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna