Skráning opnar 17. febrúar í hlaup sumarsins

14. janúar 2021

Þann 17. febrúar opnar fyrir skráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og Miðnæturhlaup Suzuki.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er stærsta hlaupið á Íslandi og fer fram 21. Ágúst 2021. Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er hægt að velja fimm vegalendir til að hlaupa og hægt að safna áheit fyrir þitt góðgerðarfélag.  Frekari upplýsingar finnurðu hér: https://www.rmi.is/

Miðnæturhlaup Suzuki er eitt af vinsælustu hlaupunum þar sem hlaupið er í dagana í kringum Jónsmessu og Sumarsólstöður, hlaupið fer fram að kvöldi 24. Júní 2021. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir, en frekari upplýsingar finnurðu hér: https://www.midnaeturhlaup.is/

Laugavegshlaupið nýtur mikilla vinsælda innan hlaupasamfélagsins og opnaði skráning 8. janúar og seldist strax upp, sjá meira um það hér. Hlaupið fer fram 17. Júlí 2021. Síðustu ár hefur verið uppselt í hlaupið, árið 2020 seldist upp í hlaupið innan við 3 klukkutíma, árið 2019 innan 3 daga og 2018 seldist upp innan við 3 vikna. Frekari upplýsingar finnurðu hér: https://www.laugavegshlaup.is/

Taktu fram dagbókina og planaður hlaupaárið 2021.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Samstarfsaðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna