Ofbeldismál

Siðareglur ÍBR um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi

ÍBR hefur hefur sett fram siðareglur um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Eru þessar siðareglur leiðbeinandi og viðbót við þær siðareglur sem nú þegar eru til og leggja áherslu sérstaklega á þennan málaflokk.

Reglur þessar endurspegla það starf sem íþróttahreyfingin í Reykjavík vill standa fyrir. Tilgangur þeirra er að tryggja öryggi og velferð iðkenda og annarra sem að íþróttastarfi koma m.t.t. kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og að gera íþróttahreyfingunni kleift að bregast við ef þörf krefur. Reglurnar gilda um alla sem að íþróttastarfinu koma með einum eða öðrum hætti m.a. þjálfara og annað starfsfólk, iðkendur, stjórnarfólk og aðra sjálfboðaliða, styrktaraðila og aðra.

  1. Komdu fram við alla af virðingu og forðastu öll samskipti, athafnir eða hegðun sem gæti sært eða móðgað.
  2. Forðastu líkamlega snertingu sem gæti valdið vanlíðan eða óþægindum.
  3. Forðastu orðaskipti sem gætu verið túlkuð sem kynferðisleg.
  4. Forðastu að segja eitthvað, grínast með eða láta í ljós skoðanir sem eru niðrandi varðandi kyn og kynhneigð annarra.
  5. Forðastu að vera ein/einn með iðkanda eða einstaklingi sem þú er í valdastöðu yfir.
  6. Haltu þig í faglegri fjarlægð frá iðkanda og öðrum aðilum sem þú ert í valdastöðu yfir. Sýndu ábyrgð í samskiptum. Forðastu að eiga samskipti í gegnum síma og samskiptasíður á internetinu nema í tengslum við íþróttastarfið.
  7. Forðastu ástarsamband eða kynferðislegt samband við iðkanda og öðrum aðilum sem þú ert í valdastöðu yfir, ef þú ert þjálfari, stjórnarmaður, starfsmaður, sjálfboðaliði eða í annarri valdastöðu.
    a. Hvers kyns kynferðislegt samneyti þjálfara við iðkanda sem er yngri en 18 ára er með öllu óheimilt.
    b. Ef þjálfari á í ástarsambandi eða kynferðislegu sambandi við sjálfráða iðkanda skal hann láta framkvæmdastjóra/formann íþróttafélagsins vita af því strax.
  8. Misnotaðu ekki valdastöðu þína í kynferðislegum tilgangi.

Samþykktar af stjórn ÍBR 4. desember 2019.

Siðareglur og hegðunarviðmið ÍSÍ

Á þingi ÍSÍ 2011 setti íþróttahreyfingin sér siðareglur og hegðunarviðmið sem eiga við um alla kjörna aðila og starfsmenn ÍSÍ og sambandsaðila, þ.e. sérsambanda og héraðssambanda/íþróttabandalaga. Hér fyrir neðan má finna siðareglur íþróttahreyfingingarinnar og skapalón sem félög geta notað við gerð sinna reglna (word skjal) og hegðunarviðmiðin á íslensku og ensku.

Samstarfsaðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna