Málstofa um jafnrétti í íþróttum

7. desember 2021

Íþróttir leikvangur karlmennskunnar?
Málstofa um jafnrétti í íþróttum

Þann 10. desember 2021, á alþjóðlegum degi mannréttinda, er haldinn opinn fundur mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs.

Málstofan fer fram í Tjarnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur, frá kl. 9 -10:30.

Léttar veitingar í boði og öll velkomin!

Dagskrá

09.00 Setning

Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar

09.05 Jafnréttisúttekt hverfisíþróttafélaga

Sigríður Finnbogadóttir verkefnastjóri í kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun hjá Reykjavíkurborg, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu

09.15 Jafnréttisúttekt á Íþróttafélagi Reykjavíkur (ÍR)

Ísleifur Gissurarson, íþróttastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur

09.25 Hinsegin og íþróttir

Svandís Anna Sigurðardóttir sérfræðingur í hinsegin- og jafnréttismálum Reykjavíkurborgar, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar

09.35 Aðgengi fólks af erlendum uppruna að íþróttum í Breiðholti

Jasmina Vajzovic Crnac, verkefnastjóri hverfisverkefna í Breiðholti

09.45 Skýrsla um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar - Tillögur starfshóps varðandi vinnulag, viðhorf og menningu.

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur og fulltrúi í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands

09.55 Umræður og fyrirspurnir

Fundurinn er einnig aðgengilegur í streymi.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna