Tour of Reykjavík býður upp á fjölbreyttar hjólaleiðir fyrir alla þá sem áhuga hafa á hjólreiðum. Ýmist er hjólað
alla leið að Þingvallavatni eða styttri hringi í Reykjavík.
Markmið viðburðarins er tvíþætt, annars vegar að almenningur taki virkari þátt í hjólreiðaviðburðum og ekki síður efla
hjólreiðar á afreksstigi hér innanlands. Vonir standa til að erlend þátttaka aukist ár frá ári sem vonandi mun hvetja
innlent hjólreiðafólk til dáða. Kynntu þér viðburðinn nánar hér.