Verkefnasjóður
Aðildarfélög geta sótt um eftirfarandi styrki hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur
Verkefnasjóður ÍBR
Verkefnasjóður ÍBR er sjóður til styrktar útbreiðslu og átaksverkefnum í íþróttastarfi í Reykjavík. Úthlutun skal sérstaklega taka mið af stefnu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga, stefnu ÍBR og ÍTR og jöfnum möguleika allra til íþróttaiðkunar. Umsóknir skulu berast stjórn sjóðsins á þar til gerðum eyðublöðum. Alla jafna er úthlutað úr sjóðnum tvisvar sinnum á ári og er skilafrestur umsókna 15. mars og 15. september.
Umsóknir skulu sendar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Reglugerð vegna Verkefnasjóðs ÍBR (pdf)
Umsóknareyðublað vegna Verkefnasjóðs ÍBR (word skjal)