Sérráð og nefndir

Sbr. 8. kafla laga Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands eru sérráð samband þeirra félaga og félagsdeilda í íþróttahéraði, sem hafa iðkun sömu íþróttar á stefnuskrá sinni. Það fjallar um sérfræðileg málefni íþróttagreinar innan héraðsins. Um önnur mál er sérráð háð hlutaðeigandi héraðssambandi / íþróttabandalagi. Í lögunum kemur einnig fram að sérráðin séu fulltrúar viðkomandi sérsambands hvert í sínu héraði. Sérráðin skulu koma fram á sviði íþróttagreinar sinnar gagnvart aðilum utan héraðs í samráði við stjórn héraðssambandsins/íþróttabandalagsins.

Sérráðin standa fyrir mótahaldi undir merkjum ÍBR, s.k. Reykjavíkurmótum þar sem mikill fjöldi keppenda tekur þátt.

Hér til vinstri má sjá öll sérráðin hvert fyrir sig.